Manneskjusafnið

Sverrir Norland

Hann fyllist einmanalegri, yfirþyrmandi tilfinningu sem lamar hverja frumu í líkamanum. Framvegis á hann oft eftir að fyllast stórum, yfirþyrmandi einmanaleika þegar Tunglið skín inn um gluggann til hans á heiðskírum kvöldum, aleitt í svörtu himinmyrkri, og Kornelíus Páll situr kannski við skrifborðið sitt og teiknar geimfarasögur og neðansjávarævintýri. Tungltilfinningin. Það er besta skilgreiningin á einmanaleikanum sem hann hefur nokkru sinni fundið.