Fallegasta kynslóðin er alltaf sú sem kemur næst

Sverrir Norland

Við lásum í strætó og kennslustofum og skrifstofum. Við lásum á skemmtistöðum og stigaþrepum og í almenningsgörðum, strax eftir kynlíf og oftar en ekki líka rétt fyrir kynlíf. Við lásum í flugvélum og rútum og á kaffihúsum og sitjandi úti við höfn, dinglandi fótum fram af bryggjusporðinum.